Afþví ég vil ekki fylla pósthólfin ykkar...

Oct 28, 2005 14:04

Hérna er fjöldapóstur sem Bína frænka sendi mér:


1. HVENÆR VAKNARÐU Á MORGNANA?

7:30, þegar herbergisfélaginn vaknar, en ég fer líka alltaf aftur að sofa ;)

2.EF ÞÚ GÆTIR SNÆTT HÁDEGISVERÐ MEÐ EINHVERJUM FRÆGUM, HVER VÆRI ÞAÐ?

Frægum og lifandi? Jane Goodall. Frægum og dauðum? Chopin.

3. GULL EÐA SILFUR?

Ég tek bara við rafrænum greiðslum.

4. HVAÐ VAR SÍÐASTA MYNDIN SEM ÞÚ SÁST Í BÍÓ?

"La novia cadáver", nýjasta myndin eftir Tim Burton á spænsku :)

5. UPPÁHALDS SJÓNVARPSÞÁTTURINN

That 70's show. Og allir fræðsluþættir.

6. HVAÐ BORÐARÐU Í MORGUNMAT?

Madalenas (E.k. muffins, heimagerðar, að sjálfsögðu).

7. HVAÐ LANGAR ÞIG AÐ GERA ÞEGAR ÞÚ ERT ORÐINN STÓR?

Ég hætti að vaxa þegar ég var 12 ára og verð því aldrei stór. :(

8. GETURÐU SNERT NEFIÐ Á ÞÉR MEÐ TUNGUNNI?

Ég er með mjööööög uppbrett nef. Ég þyrfti að fara í tungulengingu.

9. HVAÐ VEITIR ÞÉR INNBLÁSTUR?

Að hjóla útí náttúrunni.

10. HVAÐ ER MIÐNAFNIÐ ÞITT?

Kristín. Foreldrar mínir hafa lítið ímyndunarafl.

11. STRÖND, BORG EÐA SVEITASÆLA?

Sveitin, engin spurning.

12. SUMAR EÐA VETUR?

Sumar, allavega þegar ég er á Íslandi!

13. UPPÁHALDS ÍS?

Mér finnst ís ekki góður. Það eru örfáar undantekningar, t.d. heimagerði ísinn hennar mömmu.

14. SMJÖR, SALT EÐA SYKUR Á POPP?

Allt. AMMMM!

15. UPPÁHALDS LITURINN ÞINN?

Allir regnbogans litir. :)

16. UPPÁHALDS BÍLLINN ÞINN?

Húsbíll, hvaða gerð sem er.

17. HVAÐ FINNST ÞÉR BEST AÐ BORÐA Á SAMLOKU?

Reykta silunginn hans pabba, með sinnepssósu, salati og aspas.

18. HVERT FÓRSTU SÍÐAST Í FRÍ?

Í ágúst. Einn mánuður á Interrail með bakpoka og tjald. Allt of langt síðan.

19. HVAÐA PERSÓNUEIGINLEIKA FYRIRLÍTURÐU?

Fólk sem hatar börn, dýr og fólk sem heldur að það geti logið að mér. Hah!

20. UPPÁHALDSBLÓM?

Sóley, sóley, mín von og trú...

21. EF ÞÚ YNNIR STÓRA POTTINN Í LOTTÓINU, HVERSU LENGI MYNDIRÐU BÍÐA ÁÐUR EN
ÞÚ SEGÐIR FÓLKI FRÁ ÞVÍ?

Ég myndi ekki segja neinum frá því, nema kannski pabba og mömmu svo þau gætu gefið mér fjármálaráð.

22. SÓDAVATN EÐA VENJULEGT VATN?

ÍSLENSKT VATN!

23. HVERNIG ER BAÐHERBERGIÐ ÞITT Á LITINN?

Mörgum mismunandi litum, það er frekar gamalt...og skítugt... :P

24. HVAÐ ERU MARGIR LYKLAR Á LYKLAKIPPUNNI ÞINNI?

Fjórir. Ég er rík!

25. HVAR ÆTLARÐU AÐ EYÐA ELLINNI?

Á Íslandi. Eina landið sem er með almennilegt heilbrigðiskerfi.

26. GETURÐU JÖGGLAÐ?

Með tvo bolta.

27. UPPÁHALDS DAGUR VIKUNNAR?

Hvaða dagur er í dag? FÖSTUDAGUR!!! :D

28. RAUÐVÍN EÐA HVÍTVÍN?

Emmm....bjór!

29. HVERNIG EYDDIRÐU SÍÐASTA AFMÆLISDEGI?

Ég var að hjóla á norðurspáni í þrumuveðri og hagléli, eyddi nóttinni í klaustri og borðaði á veitingastað með góðu útsýni yfir skrúðgönguna með köllunum með KKK hattana.

30. ERTU MEÐ LÍFFÆRAGJAFAR KORT?

Nei, ég treysti ekki spænskum heilbrigðisstarfsmönnum.

31. HVORT MYNDIRU VILJA EIGNAST STRÁK EÐA STELPU?

Bæði. Samt ekki í sama barninu.

32. HVAÐ KEMUR ÞÉR Í GÍRINN?

Hvaða gír er þetta? Ég er ekki alveg inn í íslensku slangri þessa dagana...En ef ég skil það rétt þá er það sennilega gott kaffi.

33. ERTU FEMINSTI?

Svo lengi sem ég telst ekki meðlimur í íslenska feministafélaginu.

34. FLOTTASTI LÍKAMSHLUTINN Á HINU KYNINU?

*ritskoðað*

35. ELSKARÐU EINHVERN?

ÞIG! Og auðvitað kærastann.

36.SEGÐU EITTHVAÐ FALLEGT UM MANNESKJUNA SEM SENDI ÞÉR ÞETTA:

Bína er snillingur, enda hef ég alið hana upp frá unga aldri og kennt henni allt sem hún veit.

37.FRÁ HVERJUM ERU MINNSTAR LÍKUR Á AÐ ÞÚ FÁIR ÞETTA SENT TIL BAKA?

Engum, þar sem þetta er ekki póstur. En mé finnst Steini ólíklegastur til að fylla þetta út.

38. HVER HELDURÐU AÐ VERÐI FYRST/UR TIL AÐ SENDA ÞÉR ÞETTA TIL BAKA?

Síðast þegar ég fyllti svona út var mamma fyrst til að senda mér svar. *blikk, blikk*

íslenskt

Previous post Next post
Up