Mig langar að gera aðra tilraun til að skrifa sögu sem fylgir ákveðnu munstri. Við Halla svarta erum að skrifa ofuríslenska sögu sem fylgir munstrinu: Vatn, Eldur, Jörð, Loft, Jörð, Eldur, Vatn. Sem sagt, hver kafli hefur þema og þemunum er raðað í palindrome: 1234321
(
Read more... )
Comments 3
Reply
Þemun þurfa ekki að hafa mjög sterk eða yfirgnæfandi áhrif, en í fyrsta hluta verður Kópavogur að hafa eitthvað hlutverk. Kannski gerist hlutinn þar, kannski er bara minnst á hann. Kannski er hann staðurinn þar sem heilagi kaleikurinn er faldur. Og svo framvegis...
Reply
Sjérlokkur Hólmur var að dusta af verlaunagripa- og dildóasafnsskápnum þegar síminn hringdi, "Dirrindí!"
"Sérlokkur Hólmur, einkaspæjari með meiru," ansaði hann.
"Herra," skrækti símarödd Whats-Ons, "Þú verður að koma í Kópavog undir eins!" Sérlokkur heyrði aðstoðarmann sinn draga skrækan anda og halda áfram með taugatrekktri röddu. "Það er eitthvað fruntalega slæmt að gerast hérna, og ég verð að taka það fram svo að um engan vafa sé að ræða- AGG!"
Símasambandið slitnaði. Einkaspæjarinn mikli lagði niður uppáhaldsgripinn sinn, regnbogalitaðan víbrator með upptökum af Jack Nicholson að dæsa, og rauk svo hratt út að hárgreiðslumaðurinn datt um koll og lenti á Bratz-safnhillunni.
Reply
Leave a comment