Stálið stendur við orð sín ... eftir bestu getu

Jan 18, 2009 09:38

Jæja, þá er kominn tími til að útskýra hver staðan er eða virðist vera á heilsufari mínu.

Í stuttu máli má segja að læknarnir eru alveg jafn hissa og ég.

Fólk fær venjulega ekki sjóntaugarbólgu tvisvar á fáum árum á fullorðinsárum án þess að vera með einhver önnur einkenni MS, alveg sama hversu hvítt, keltneskt eða kvenkyns það er. Svo að ( Read more... )

Leave a comment

Comments 9

tigermouse88 January 18 2009, 12:40:42 UTC
Við þurfum að bóka þig í tíma hjá House! Hann kippir þessu í liðinn eins og skot.

Án alls gríns, þá er ég fegin að það komu a.m.k. engin ný og óhugnanleg einkenni fram við þessar rannsóknir. Vonandi kemur samt eitthvað út úr mænuvökvanum, svo þið vitið nú á annað borð hvað er í gangi. En almennt gildir víst að því færri einkenni, því betra, ekki satt? Vona að augað lagist sem fyrst!

Reply

swooper86 January 19 2009, 00:50:14 UTC
Mikið er ég feginn að ég er ekki sá eini sem hugsaði strax "House!!!"

Einnig: Þetta er fyrsta commentið mitt síðan ég fékk mér LJ account.

Reply

lisahlin January 22 2009, 17:19:09 UTC
Vel af sér vikið Haukur! Eftir fyrsta comment verður þetta allt auðveldara. :-þ

Annars fékk ég niðurstöðurnar úr mænuvökvanum í mýflugumynd í miðjum AutoCad tíma. Læknirinn muldraði eitthvað um hvít blóðkorn en það er engin niðurstaða... Sem er gott, held ég.

Ég fer að hitta þessa lækna á 2. feb til að hlusta á þá vera ringlaða, fá vottorð og kannski spyrja nánar út í niðurstöðurnar.

Reply


sarahblack January 18 2009, 12:44:26 UTC
Ég held að líkami þinn sé alveg staðráðinn í að gera þig voða sérstaka. Alltaf gaman þegar læknarnir fara að klóra sér í hausnum... eða þannig.

*knús*

Reply

lisahlin January 22 2009, 17:21:51 UTC
Já ég hef ýmislegt til að státa mig af: Tvöfaldur hvirfill, göldróttir fæðingarblettir, ofnæmi fyrir leðri og síðast en ekki síst losna hnappar og skóreimar hvar sem ég kem nálægt.

Æ, þetta er svosem skárra en að vera með staðfestan sjúkdóm... Nema kannski ef sjúkdómurinn væri kvef.

Reply


hildigunnur January 18 2009, 13:36:37 UTC
Ég vona þín vegna að það fáist einhver botn í þetta hjá þér og sjóntaugarbólgan hjaðni fljótt og vel.

Reply

lisahlin January 22 2009, 17:22:28 UTC
Takk, ég læt ykkur vita hvernig framvindan verður.

Reply


jazzqueen January 18 2009, 15:58:00 UTC
En tóku þeir myndir af tánum? Kannski stafar þetta allt saman af því að þú ert með hinn sjaldgæfa afríska sjúkdóm támyglu, sem veldur sjóntaugabólgu og grænum fótsporum. Sjúklingar verða einnig smámæltir í 38% tilvika.
Sem vekur þá upp eftirfarandi spurningu: Hvern fjárann varstu að gera í Senegal? o.O

Reply

lisahlin January 22 2009, 17:14:37 UTC
Ég viþþi að þú kæmir mér til bjargar, doktor Húþþ!
...
Veiþtu hvað þrælabörn eru ódýr í Þenegal?

Reply


Leave a comment

Up