Helvítis Fokking Fokk.

Feb 20, 2009 00:59

Ég hef ekki gefið mér tíma til að lesa LJ því að ég hef eytt síðasta mánuðinum eða svo í lækna, stofnanir, umsóknir og síendurtekin vonbrigði.

Staða stálsins í dag: sér enn illa með hægra, er 100% óvinnufært, er með líkast til 90% eða hærri líkur á MS fyrr eða síðar og hefur kynnst óæðri enda velferðarkerfisins mun betur en það langaði til. Það ( Read more... )

Leave a comment

Comments 17

olukkans February 20 2009, 01:29:57 UTC
Stay strong, Lísustál. Svartnættið er dimmast rétt áður en birtir til.
*knús* - Hvernig væri nú samt að fara að hittast svo maður geti gefið þér almennilegt faðmlag?

Reply

lisahlin February 20 2009, 02:45:33 UTC
Góð hugmynd! Það eina sem heldur mér gangandi þessa dagana er góður félagsskapur. :-)

Reply

sarahblack February 20 2009, 08:50:09 UTC
Ég vera memm? :D

Reply

lisahlin February 20 2009, 17:04:15 UTC
Jamm!

Það er kannski nóg að gera hjá mér þessa dagana, en ef ég hitti engan yfir helgina gæti ég snappað. Eruð þið laus á næstunni?

Reply


sarahblack February 20 2009, 08:49:44 UTC
Herbergið hjá Frikka og Pétri hljómar eins og ágætis hugmynd!

Bjánalegt að það eigi að refsa þér fyrir að vera að reyna að mennta þig og að þú eigir pínulítinn sparnað. Epicically bjánalegt, jafnvel.

Reply


jazzqueen February 20 2009, 10:21:41 UTC
Lausn: Flytja sparnað til Cayman eyjanna, og gerast skólaninja!

Reply

lisahlin February 20 2009, 17:03:04 UTC
Ekki fjarri lagi... Ég gæti líka eytt honum í eina dúndur fartölvu. Hversu pathetic upphæð er það?
Ég gæti líka í versta falli samið við kennarana um að fá að mæta áfram jafnvel ef ég hætti... En það væri frekar ósanngjarnt fyrir Tækniskólann ef ég hætti aftur á miðri önn og veld þeim aftur tapi.

Reply

jazzqueen February 20 2009, 17:13:02 UTC
Hey, götustrákar í Nígeríu væru rosa ánægðir með að eiga nógan pening til að eyða í dúndurfartölvu! Svo þyrfti að vísu að koma fyrir rafmagnsinnstungum í húsasundinu þar sem þeir búa, en það er aukaatriði.
:B
Mikið finnst mér það samt furðulegt að skólaganga komi níður á bótum...

Reply

lisahlin February 20 2009, 18:57:28 UTC
Kerfið gerir ráð fyrir því að allt nám sé lánshæft, en stúdent í 10 framhaldsskólaeiningum hefur ekki rétt til neins... Nema kannski atvinnuleysisbóta, en ég á eftir að athuga það. Aftur.

Reply


luzifer_ February 20 2009, 14:09:10 UTC
Ég styð það sem Þorri sagði, og frábært að þú ætlir að leigja með Frikka og Pétri! Það getur varla gert þér annað en gott að breyta til og fá að vera þinn eigin herra. Ég veit það hjálpaði mér alveg svakalega. : )
*fjarlægðarfrílaknús*
Ég er voða oft að hugsa til þín, heyri alltof sjaldan í þér. Vona bara að það fari að birta til hjá þér. <3

Reply


vorpal_raccoon February 21 2009, 11:33:46 UTC
The King of Raccoons in the Icelandic Dominion approves of this course of action.

*stamp*

Reply


Leave a comment

Up